fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Frosti: Grískt bókhald í Vaðlaheiðargöngum

Egill Helgason
Föstudaginn 15. júní 2012 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur skrifar meitlaða grein um Vaðlaheiðargöng sem Alþingi samþykkti að bora nú í vikunni, þar segir meðal annars:

„Einhverjir þingmenn og örfáir vinir þeirra hafa þá lífskoðun að það taki heilum níu mínútum of langan tíma að aka Víkurskarð. Þrátt fyrir að leitun sé að fallegra útsýni en ber fyrir augu í þessar níu mínútur, eru þessir menn ekki ánægðir og vilja aka um jarðgöng hvað sem þau kosta.

Samgöngubætur geta vissulega verið mjög arðbærar en þá aðeins ef tilkostnaðurinn er minni en ávinningurinn. Vaðlaheiðargöng munu kosta níu milljarða að minnsta kosti en munu aðeins spara ökumönnum níu mínútur og vegegerðinni einhvern snjómokstur nokkra daga á ári.

Til að sýna fram á hagkvæmni af göngunum hafa menn gefið sér afar lítinn fjármagnskostnað (3,7%) þótt enginn fjárfestir hafi reynst tilbúinn til að veita lán til verksins á slíkum kjörum. Ætluð arðsemi byggir líka á þeirri óvissu forsendu að meira en 90% ökumanna kjósi fremur að borga gjald fyrir að aka um dimm og daunill jarðgöng en að njóta eins besta útsýnis sem gefst.

Grísku bókhaldi er beitt til að láta sem framkvæmdin sé í raun einkaframkvæmd. Eigið fé verður samt ekki nema 7% og verkefnið fjármagnað að mestu með láni sem ríkið útvegar eða ábyrgist. Það er því augljóst að lítið má út af bregða til að framkvæmdin lendi í fangi ríkisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi