fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Nýr Þjóðarpúls: Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur áfram langstærst

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. október 2017 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.

Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur mælast með langmest fylgi, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fjallað var um hann í kvöldfréttum RÚV.

Vinstri græn mældust með rúmlega 23 prósenta fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkur mældist með tæplega 23 prósenta fylgi. Í niðurstöðum könnunar sem MMR birti í vikunni var fylgi Sjálfstæðisflokks 19,9 prósent en fylgi Vinstri grænna 19,1 prósent.

Samfylkingin mælist með rúmlega þrettán prósenta fylgi og Píratar tæplega ellefu prósent. Miðflokkurinn mælist með rúmlega níu prósenta fylgi og fylgi Framsóknarflokksins er rúm sjö prósent. Viðreisn og Flokkur fólksins koma þar á eftir með tæplega sex prósenta fylgi.

Stuðningur við Bjarta framtíð, flokkinn sem sleit stjórnarsamstarfinu í haust, mælist rúmlega eitt prósent og næði ekki manni inn á þing.

Í fréttum RÚV kom fram að ef niðurstaða kosninganna yrði svona fengju Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn fimmtán þingmenn kjörna. Samfylkingin fengi níu þingmenn, Píratar sjö, Miðflokkurinn fengi sex, Framsóknarflokkur fengi fimm þingmenn og Viðreisn og Flokkur fólksins þrjá þingmenn hvor flokkur.

Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 19. október og var úrtakið 2.870 manns. Þátttökuhlutfallið var 59,2 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?