fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Allt snýst kringum skoðanakannanir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. maí 2012 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er um það rætt að banna skoðanakannanir daginn fyrir kjördag og á kjördag.

Maður heyrir mótmæli úr fjölmiðlunum, að þarna sé vegið að frelsi þeirra – og að skoðanakannanir séu þjónusta sem almenningur eigi heimtingu á.

En skoðanakannanir eru líka skoðanamótandi. Vægi þeirra hefur aukist svo mikið að það nálgast algjöra mettun síðustu vikurnar fyrir kosningar. Fyrir vikið verða skoðanakannanir aðalatriðið þegar líður að kosningum – frekar en hugsjónir og stefnumál.

Allt fer að snúast kringum skoðanakannanirnar. Framhjá því verður ekki horft að þær gera pólitíkina tækifærissinnaðri – já, ómerkilegri.

Fjölmiðlamenn þurfa að skilja þetta þegar þeir hneykslast á þessum hugmyndum – í reynd kæmi vel til greina að gera skoðanakannanir útlægar heila viku fyrir kosningar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé