fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Úrslitin í Frakklandi og Grikklandi

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. maí 2012 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakannanirnar lugu ekki, François Hollande var kosinn forseti Frakklands. Nicolas Sarkozy viðurkenndi ósigur sinn stuttu eftir að úrslitin voru birt. Það var nokkuð góð ræða hjá forsetanum fráfarandi – hann má eiga að hann er mun betri ræðumaður en Hollande. Sigurræða tilvonandi forseta var ekki spennandi, en hann talaði um það yrðu breytingar og að hann yrði forseti allra Frakka.

Sarkozy náði að koma sér upp einkennilegum óvinsældum, Frakkland er í efnahagsþrengingum, hann skipti eiginlega um stefnu stuttu eftir að hann var kjörinn og persóna hans þykir hrokafull og fráhrindandi. Eins hafa gælur hans við auðmenn mælst illa fyrir.

Slagurinn er þó ekki alveg búinn í Frakklandi, strax eftir að úrslitin voru ljós fóru stjórnmálaskýrendur og pólitíkusar sem komu fram í sjónvarpi að horfa til þingkosninganna sem verða í júní. Sósíalistar vonast til að vinna meirhluta þar með flokkum sem eru þeim vinsamlegir, en á hægri vængnum fer fram miklil togstreita milli gamalgróinna flokka og Þjóðfylkingarinnar sem er undir forystu Marine Le Pen. Í Frakklandi er kerfi einmenningskjördæma þannig að Þjóðfylkingin hefur ekki haft menn á þingi þrátt fyrir hagstæð kosningaúrslit. Stóru flokkarnir gera stundum bandalög við minni flokka um að hleypa þingmönnum úr þeirra röðum að, en Þjóðfylkingin hefur ekki fengið að vera með í slíku.

Hollande mun ekki bylta neinu. Hann hefur þó talað fyrir breytingum stöðugleikasáttmála Evrópu og þeirri niðurskurðarstefnu sem er ríkjandi í álfunni. Fyrir honum og fleiri stjórnmálamönnum í álfunni er að renna upp að það er ekki endalaust hægt að þjóna fjármálavaldinu.

Úrslit kosninganna í Grikklandi eru að koma í ljós og þau eru ruglingsleg – og að sumu leyti skelfileg. Það virðist ekkert blasa við nema stjórnleysi og upplausn. Gömlu valdaflokkarnir Nea Demokratia til hægri og Pasok til vinstri bíða afhroð. Það er líka vandséð að grískir kjósendur geti greitt þessum flokkum atkvæði sitt eftir það sem á undan er gengið. Þeir hafa verið þvingaðir saman í ríkisstjórn síðustu mánuði.

Fylgið færist til flokka sem eru lengra til vinstri og til hægri. Dreifingin er slík að maður sér varla að hægt sé að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Líklega verður að kjósa upp á nýtt innan skamms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé