
Fyrir fáum árum varð konan mín fyrir líkamsárás í Miðbænum. Hún hringdi í lögregluna sem ráðlagði henni að kæra ekki. Það gæti skapað henni vandræði.
En auðvitað á fólk ekki að þurfa að standa í að kæra ofbeldisglæpi sjálft. Það á að vera í verkahring yfirvalda. Lögregla á að rannsaka svona mál eins og önnur glæpaverk.
Ofbeldismenn sleppa létt á Íslandi. Dómar yfir þeim eru furðulega vægir. Það er eins og við teljum eðlilegt að skemmtanalífi og áfengisdrykkju fylgi vænn skammtur af ofbeldi.
Það er líka mjög lágt hlutfall þjóðarinnar sem situr í fangelsum á Íslandi. Er kannski kominn tími til að hækka það?