fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Helgir dómar

Egill Helgason
Föstudaginn 27. apríl 2012 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég las eitt sinn sögu miðaldakirkjunnar í Evrópu.

Sumt í henni kom dálítið kynlega fyrir sjónir – til dæmis að menn sem voru taldir líklegir til að lenda í helgra manna tölu gátu átt fótum sínum fjör að launa.

Þeir áttu á hættu að verða fyrir því að sölumenn helgra dóma fengju þá hugmynd að brytja þá niður í minjagripi. Það er sagt að dýrlingurinn Romuald frá Ravenna hafi þurft að flýja þegar hann frétti af því á ferð í Frakklandi að fólk í kringum hann teldi að hann yrði verðmætari dauður en á lífi.

Munkarnir í klaustrinu í Fossanuova á Ítalíu tóku sig til og hjuggu höfuðið af Tómasi frá Aquinas látnum og suðu það svo ásamt beinunum – þeir töldu að þannig væri líklegra að þeir gætu haldið líkamsleifum hins mikla vísdómsmanns.

Því á þessum tíma þótti fátt eftirsóknarverðara en líkamsleifar dýrlinga, klæði sem þeir höfðu verið í eða hlutir sem þeir höfðu snert. Mikið var reyndar af fölsuðum minjagripum – fólk var auðtrúa og óprúttnir menn gengu á lagið.

Nú er Karmelklaustrið í Hafnarfirði búið að eignast helgan dóm – tusku með blóði Jóhannesar Páls II páfa.

Vottorð mun fylgja með frá Páfagarði sem staðfestir að blóðið sé ekta.

En fyrir okkur sem eru alin up við lúterstrú, þá kemur þetta óneitanlega kynlega fyrir sjónir.

Hauskúpa Tómasar frá Aquinas, mesta guðfræðings miðaldakirkjunnar. Sagan um bein hans er mjög furðuleg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?