fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Þar sem Háborg menningarinnar átti að standa

Egill Helgason
Föstudaginn 27. apríl 2012 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólavörðuholtið hefur gengið í endurnýjun lífdaga – ekki síst vegna þess að ferðamenn leggja leið sína upp Skólavörðustíginn og upp að Hallgrímskirkju. Því það eru einkum túristar sem laðast að þessum stað, Íslendingar eru sjaldséðir.

Kirkjan er í óvenju góðu ástandi eftir miklar viðgerðir, þarna er styttan af Leifi Eiríkssyni, ferðamennirnir ganga fremur Skólavörðustíginn upp á holtið en Laugaveginn.

En í raun gæti þetta svæði verið miklu skemmtilegra.

Kirkjan stendur á því sem mætti kalla esplanade – en gallinn er hvað byggðin í kring er lítilfjörleg og ósamstæð. Í norðri er kassalöguð viðbygging Iðnskólans – í suðri er hið glæsilega safn Einars Jónssonar en við hliðina á því afskaplega lágreistur leikskóli með grænu þaki.

Guðjón Samúelsson lét sig dreyma um að í kringum Hallgrímskirkju risi svonefnd Háborg íslenskrar menningar. Þetta átti að vera eins og ferhyrningur í kringum kirkjutorgið og þarna áttu að vera til húsa Háskóli Íslands, bókasafn og stúdentagarðar. Af þessu varð aldrei, því miður, liggur manni við að segja.

Einhvern tíma hlýtur þó að koma að því að menn vilji gera svæðið efst á Skólavörðuholti meira aðlaðandi. Því í raun gæti þetta verið eitt aðaltorgið í borginni – staður fyrir mannamót og gott borgarlíf.

Grundtvigskirkjan í Kaupmannahöfn er ekki ólík Hallgrímskirkju. Í kringum hana standa hús sem eru í stíl við kirkjuna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?