
Það er útbreiddur misskilningur – eða kannski er það partur af einhverjum áróðri – að Íslendingar hafi orðið sér til minnkunnar þegar Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að skrifa undir Icesave lögin og málið var sent í þjóðaratvkæðagreiðslu tvívegis – og kolfellt í bæði skiptin.
Raunin er einmitt þveröfug. Þetta skóp Íslendingum virðingu á alþjóðavettvangi og vakti mikla athygli, ekki síðst meðal ríkja sem eiga við skuldavanda að glíma.
Kannski er ofmælt að Íslendingar séu hetjur, en á þessum vef sem nefnist Causes er talað um „hina miklu uppreisn Íslands“ gegn fjármagninu. Það er talað um að hún þurfi að breiðast út til Portúgals, Spánar og Grikklands.
Á vefnum er meira að segja myndband af manni sem heldur ræðu á Rossio torgi í Lissabon, með stóran íslenskan fána í bakgrunni.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=lk_QuKgT1n8