
Nú er óvíst hvort frumvörp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórnun nái fram að ganga á þessu þingi. Stjórnin hlýtur þó að leggja mikla áherslu á það.
Þegar heyrir maður að eru komnar upp kröfur um að forseti beiti málskotsrétti sínum gagnvart þessum frumvörpum.
Þau kljúfa þjóðina í fylkingar – uppfylla í raun flest skilyrði sem Ólafur Ragnar setti þegar hann synjaði Icesavelögum um framgang.
Kvótamálin hafa verið deiluefni í áratugi. Líklega er þjóðaratvæðageiðsla eina leiðin til að leiða deilurnar til lykta.
Það væri forvitnileg staða er Ólafur Ragnar sæi sig knúinn til að beita máskotsréttinum einu sinni enn fyrir kosningar – eða ef það yrði eitt af fyrstu verkum nýs forseta að senda kvótamálin til þjóðarinnar.