fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Stjórnarskráin og réttur forseta til leggja frumvörp fyrir Alþingi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. janúar 2012 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dæmi um þá séstæðu stöðu sem er komin upp varðandi forsetaembættið að hin mjög svo virku Hagsmunasamtök heimilanna leggi til að Ólafur Ragnar Grímsson grípi til aðgerða varðandi skuldir heimilanna í landinu.

Samtökin halda því fram að forsetinn hafi tæki til að gera þetta – umfram það væntanlega að halda ræðu og hvetja til að eitthvað sé gert í málunum.

Þá væri forsetinn einungis að beita áhrifavaldi sínu – reyndar þannig að varla eru fordæmi fyrir. Þetta myndu teljast inngrip inn í stjórnmálin – það má minna á að það vakti mikla reiði snemma í forsetatíð Ólafs Ragnars þegar hann tjáði sig um vegi á Vestfjörðum.

En nei, mér sýnist að Hagsmunasamtökin vilji að forsetinn gangi lengra – hafi þau pælt í því er væntanlega horft til 25. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir:

„Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.“

Þetta ákvæði hefur verið alveg ónotað og varla neinum dottið í hug að það yrði virkjað. Lítil umræða hefur farið fram um það, enda myndu forsetar varla vera spenntir fyrir að leggja fram umdeild frumvörp sem síðan yrðu felld í þinginu. Miðað við stjórnskipunarhefðir er líklegt að þorri þingheims myndi bregðast ókvæða við slíkum inngripum.

Í slíku tilfelli er líka vísað í hina mjög ívitnuðu 13. grein stjórnarskrárinnar sem var talin trompa allar aðrar varðandi forsetann til skamms tíma – í Sjálfstæðisflokknum var hún nánast eins og kredda:

„Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling