fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Hægir verulega á undirskriftasöfnun

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. janúar 2012 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þetta er skrifað hafa 17606 skrifað undir áskorun til Ólafs Ragnars Grímssonar um að bjóða sig enn einu sinni fram til embættis forseta.

Þetta er nokkur fjöldi, en þó vekur athygli að verulega hefur hægt á undirskriftasöfnuninni.

Gunnar Smári Egilsson reiknaði út á Facebook síðu sinni að fyrsta sólarhringinn hefðu bæst 332 stuðningsmenn við listann á hverjum klukkutíma, næsta sólarhring 223, síðan 100, en frá því í gær hafi aðeins bæst við 23 stuðningsmenn á klukkustund.

Hann segir að með þessu áframhaldi muni það taka einn og hálfan mánuð að koma fjöldanum upp í 40 þúsund.

Það er spurning hvað stuðningsmenn Ólafs Ragnars telja ásættanlegan árangur í undirskriftasöfnuninni – og hann sjálfur?

Það er ljóst að þetta er smærra í sniðum en þegar safnað var undirskriftum vegna Icesave – kannski er ekki von á öðru – en þarna eru engin ótvíræð skilaboð um að Ólafur Ragnar geti verið öruggur með endurkjör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling