
Það er rétt hjá Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda, að ábyrgðin á því að nota iðaðarsalt í matvæli liggur mest hjá framleiðendunum sjálfum.
Maður á kannski ekki von á svo góðu frá stórfyrirtækjum – þar sem er í raun verksmiðjuframleiðsla á mat.
En þarna eru innan um fyrirtæki, veitingastaðir og bakarí sem gefa sig út fyrir að búa til góð matvæli – já, jafnvel einhvers konar gúrme.
Til þess að gera slíkt þarf náttúrlega að nota bestu hráefni – annars er botninn eiginlega dottinn úr þessu.