fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Átök framundan vegna Geirs

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. janúar 2012 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason spáði viðburðaríkri viku í pólitík í Silfri Egils í dag.

Það er titringur meðal alþingismanna vegna tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fella niður ákæruna á hendur Geir H. Haarde.

Tillagan verður tekin fyrir á föstudag og Björn Valur taldi að alls kyns undirferli væru í gangi vegna þessa.

Þór Saari upplýsti að Hreyfingin ætlaði að leggja til að hin þrjú sem hlut áttu að máli yrðu líka ákærð, þau Björgvin G. Sigurðsson, Árni M. Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Úlfar Þormóðsson skrifar eftirfarandi í pistli á bloggsíðu sinni. Það er athyglisvert að sjá hvað Úlfar segir – hann er náttúrlega nokkuð vel tengdur inn í VG og telur að þingmenn innan Samfylkingarinnar séu að gugna á málinu, enda verði þeir unnvörpum kallaðir inn til að bera vitni:

„Sjálfstæðir menn hafa sagt mér að vitnalisti verjanda Geirs hafi að geyma nöfn ýmissa Samfylkingarþingmanna, núverandi og fyrrverandi. Þar mun einnig vera að finna nöfn þungavigtarmanna úr Framsókn. Þennan lista hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks sýnt Samfylkingarmönnum og Frömmurum. Undirtónninn var þessi: Ef þið stöðvið ekki málaferlin yfir Geir tökum við ykkur með í fallinu! Það yrði vægast sagt óþægilegt fyrir stuðningsmenn þessara flokka að hlusta á þá segja frá. Sumir þingmenn skulfu því þegar þeir heyrðu hótunina en átta Samfylkingarmenn fóru á fund formanns síns og sögðust mundu skilja við flokkinn ef þingmenn hans yrðu þess valdandi að frávísun á Landsdómsmálinu gegn Geir yrði samþykkt.
Formaður þingmannanefndarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að rétta bæri yfir fjórum ráðherrum Hrunstjórnarinnar var Atli Gíslason. Það er sami Atli og vaknaði af værum þingblundi og sagði: “Ég … þrífst ekki í þessari vanþroskuðu stjórnmálamenningu”. Nú hefur Atli rumskað aftur og þroskast þannig í svefninum að hann ætlar aðstoða Sjálfstæðismenn við það að fá málaferlunum gegn Geir hnekkt; hann mun greiða atkvæði gegn sjálfum sér.
Sigurreifir sjálfstæðir menn dreifa því um göturnar að innanríkisráðherrann, sem einnig er dómsmálaráðherra, ætli að styðja frávísunina. Það hlýtur að vera rangt því að enginn hefur talað meir um opna stjórnsýslu og það að lyfta beri öllum leyndarmálun “upp á boðið”. Trúlega er þessi getgáta þeirra byggð á þeim veika grunni að innanríkisráðherrann er jafnframt kirkjumálaráðherra og biskupinn hefur haft þyngri orð um málareksturinn en nokkra nauðgun og beðið Geir griða.
Mér segir svo hugur að næsta vika skeri úr um það hvort við þorum að horfast í augu við eigin gerðir og reka hér réttarríki þar sem við erum jöfn fyrir lögunum.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB