fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Kóngafólk er fáránlegt

Egill Helgason
Laugardaginn 14. janúar 2012 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitt sem ég hef sérstakt ofnæmi fyrir þá er það kóngafólk og allt sem tengist því.

Ég er semsagt lýðveldissinni – repúblikani.

Það að staða þjóðhöfðingja gangi í erfðir eru leifar frá gamalli tíð – skilin voru í frönsku byltingunni og þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin.

Það var þá að punktur var settur aftan við forréttindi aðalsfólks.

Vissulega tók langan tíma að vinda ofan af þeim – og sums staðar er það ekki búið. Eiginlega er það merkilegt að það skuli vera í lýðræðissamfélögum Norðurlandanna að konungdæmi hafa þraukað.

Kóngar og drottningar eru auðvitað ekkert verri eða betri en annað fólk – þótt þessi þjóðfélagsstaða hljóti að vera mannskemmandi á sinn hátt – en hugmyndin á bak við þetta stjórnarform er skelfileg – að æðsta virðingarstaða í samfélagi gangi í erfðir.

Nú er verið að halda upp á fjörutíu ára stjórnarafmæli Margrétar Danadrottningar. Hún er aðallega fræg fyrir að reykja mikið og fyrir að vera heldur lélegur málari – eins ótrúlegt og það kann að virðast er ætt hennar moldrík, þetta fólk hefur fengið að halda eignum sem það sölsaði til sín meðan meiri völlur var á konungdæminu.

Eins er það í Bretlandi – drottningin er ein auðugasta manneskja í landinu og börn hennar erfa allt klabbið. Líklega er ekki hægt að hugsa sér fólk sem veitir minni innblástur en þá fjölskyldu.

Í Svíþjóð hafa þeir hins vegar þrengt að kónginum. Flestar eigur konungdæmisins þar hafa gengið til ríkisins. Það hefur svo komið í ljós í seinni tíð að konungurinn er hálfgerður pervert – en það er samt ekki reynst nóg til að setja hann af og leggja niður þetta fáránlega embætti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB