fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Salt

Egill Helgason
Föstudaginn 13. janúar 2012 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttin um iðnaðarsaltið sem Ölgerð Egils Skallagrímssonar seldi matvælafyrirtækjum í heil þrettán ár er þannig að mann setur hljóðan.

Og svo segist fyrirtækið ekki hafa vitað að þetta væri notað í matvælaframleiðslu, samkvæmt fréttinni.

Í hvað er iðnaðarsalt notað?

Og hvaða kröfur eru gerðar til efna sem eru sett í matvæli hér á landi?

Hvaða fyrirtæki voru það sem keyptu þetta salt og í hvaða matvæli var það notað?

Mikið er kvartað undan saltaustri í mat – en ef kemur svo líka í ljós að saltið er óþverri.

Við höfum fengið að upplifa það að undanförnu að stofnanir sem eru settar á laggirnar til að hafa eftirlit með svonalöguðu eru furðulega slappar.

Það er hægt að nefna Umhverfisstofnun, Landlæknisembættið (þar sem nú er komin inn Lýðheilsustöð) og nú Matvælastofnun.

Í fréttinni kemur fram að stofnunin hafi heimilað áframhaldandi sölu á þessu efni – maður hefði þvert á móti haldið að málið væri einhvers konar viðurlög.

— — —

viðbót, kl. 19.43

Í þessari frétt frá Taiwan segir frá fyrirtæki sem lenti í lögreglurassíu vegna þess að það hafði selt iðnaðarsalt sem matarsalt. Brotið hafði staðið yfir í þrjú ár og fyrirtækið hafði hagnast um stórar fjárhæðir vegna þessa.

Í fréttinni segir meðal annars:

„Investigators have confiscated all the questionable products found in the factory and will order all such products to be taken off the shelves. Seized products will be tested to conclude whether it is industrial salt. The major differences between industrial salt and edible salt are the levels of heavy metal materials. Industrial salt can contain a much higher level of heavy metal materials that could possibly harm the immune and reproduction systems in humans, and might cause cancer. Pro-longed consumption of industrial salt might also cause problems with thyroid glands.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB