fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Skollaleikur

Egill Helgason
Föstudaginn 13. janúar 2012 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið birtir í dag frétt þar sem segir að skýrslu um Vaðlaheiðargöng hafi verið stungið undir stól í samgönguráðuneytinu í ráðherratíð Kristjáns Möller. Segir að í skýrslunni komi fram að veggjöld þurfi að vera allt að tvöfalt hærri en ætlað er til að framkvæmdin standi undir sér. Það var Hagfræðistofnun Háskólans sem vann þessa skýrslu – en Alþingi hefur einmitt kallað eftir slíku plaggi.

Sé þetta rétt bregður það dálítið einkennilegu ljósi á þessa framkvæmd – helgar tilgangurinn algjörlega meðalið við að koma henni í kring?

Nú má vera að það sé hið besta mál að bora Vaðlaheiðargöng. Hins vegar er engin ástæða til að vera með einhvern skollaleik í kringum þau. Ef ríkið þarf að borga með framkvæmdinni er best að það sé á hreinu fyrirfram – það getur vel verið að pólitískur vilji sé til að gera göng á þeim forsendum. Það er hugsanlegt að ávinninginn af göngunum sé hægt að mæla í fleiru en krónum og aurum.

En það er ljótt afspurnar ef ráðamenn eru að lúra á upplýsingum. Þeir sem slíkt gera eiga ekki erindi í stjórnmál. Hugsanlega væri réttast í þessari stöðu að fá óháðan aðila (erlendan?) til að meta framkvæmdina upp á nýtt – eftir það er vonandi hægt að taka upplýsta ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling