fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Húsnæðisverð hækkar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. janúar 2012 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru merkileg tíðindi að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé aftur á uppleið. Hækkunin á Íslandi er meiri en víðast hvar.

Ástæðan getur verið sú að hér er heilmikið af íslenskum peningum í umferð sem er erfitt að finna not fyrir – hlutabréfamarkaður er nánast óvirkur og það eru gjaldeyrishöft sem valda því að ekki er hægt að færa fé úr landi.

Af þessum sökum gæti þetta reynst vera tímabundin bóla.

En þetta ættu að vera nokkuð góð tíðindi fyrir þá sem lentu í basli með að borga skuldir og fóru hina svokölluðu 110 prósenta leið. Með hækkun húsnæðisverðs er hugsanlegt að það fari að eignast eitthvað í fasteignunum sínum aftur. Eignirnar verða jafnvel seljanlegar á nýjan leik.

Fyrir þá sem ætla að fara að kaupa húsnæði í fyrsta sinn og eiga lítið fé eru þetta hins vegar vond tíðindi. Bankar eru ekki sérlega örlátir á lánsfé eins og staðan er og launakjörin eru þannig að vandséð er að ungt fólk geti sparað að ráði fyrir útborgun í íbúð. Því er eðlilega mikill þrýstingur á leigumarkaði og brýnt að greiða úr frumskógarlögmálunum sem þar ríkja.

Því eitt af því sem beið nokkuð afhroð í hruninu var séreignarstefnan sem hér hefur verið algjör kredda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB