
Þegar ég leigði bíl í Bandaríkjunum var ég varaður við því að vera mikið að flauta í umferðinni. Mér var sagt að það gæti vakið óvænt og grimm viðbrögð.
Ég hef komið í borgir í Bandaríkjunum þar sem hanga uppi skilti þar sem stendur að bannað sé að þeyta bílflautur.
Hér á Íslandi eru bílstjórar flautandi í tíma og ótíma. Ef verður smá hik í umferðinni er byrjað að flauta.
Oft upplifir maður þetta eins og örgustu ókurteisi. Maður æpir til dæmis ekki á gangandi vegfarendur sem manni finnst að tefji mann á gangstéttum.
Viðbrögðin við flauti sem sagt er frá í þessari frétt á Vísi eru að sönnu fáránleg.
En það er kannski allt í lagi að spara flautuna aðeins.