
Tveir stórmeistarar bandarískra kvikmynda gera myndir þar sem sögusviðið er París.
Midnight in Paris er skemmtilegasta mynd Woodys Allen í háa herrans tíð – þægilega afslöppuð kómedía um mann sem fer til Parísar og lendir óvænt á tíma Hemingways, Fitzgeralds, Picassos og Gertrude Stein.
Hugo er eftir Martin Scorsese. Hún byggir á barna- og unglingssögum dreng sem býr á lestarstöð. Sögutíminn er rétt eftir 1930. Inn í söguna fléttast ævi og verk Georges Méliès – eins helsta frumkvöðuls kvikmyndagerðar í heiminum. Hann gerði ævintýramyndir á fyrstu árum kvikmyndanna, gleymdist svo í fyrra stríði, rak litla búð á Montparnasse lestarstöðinni, líkt og kemur fram í myndinni.
Umgjörð myndarinnar – og þrívíddin – gefur Tinnamynd Spielbergs ekkert eftir, það er mikið sjónarspil þegar myndavélin eltir strákinn Hugo um rangala lestarstöðvarinnar eða horfir út yfir draumkennda mynd af París.
Midnight in Paris er sýnd í Bíó Paradís, en Hugo er ekki enn komin í bíó hérlendis.