
Það er kannski ekki alveg víst að við getum orðið jafn rík og Norðmenn.
En hugmyndirnar sem Guðmundur Steingrímsson tæpti á í gær eru allrar athygli verðar, þetta er mál sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur fjallað nokkuð um.
Með því að leggja sæstreng fyrir raforku til Evrópu er hægt að selja orkuna á miklu hærra verði en nú.
Verðið yrði hugsanlega margfalt á við það sem er til stóriðjunnar á Íslandi, en stofnkostnaðurinn er vissulega nokkur.
Þegar stóriðjan á í hlut er gert mikið úr atvinnunni sem hún skapar, slík atvinnusköpun – sem oft er tengd byggðastefnu – yrði úr sögunni.
En það væri væntanlega hægt að gera fullt annað fyrir peningana sem fást af orkusölunni úr landi – eða hvað?