fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hetjudáð í Breiðholtslaug: Milos stakk sér til sunds og bjargaði manni frá drukknun – „Þetta var mjög vel gert hjá honum“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það munaði mjóu að karlmaður hefði drukknað í Breiðsholtslaug á sunnudag en skjót viðbrögð sundlaugavarðar komu honum til bjargar.

Sundlaugagesturinn var sagður hafa setið lengi í heitum potti áður en hann færði sig út í sundlaugina. Þar virðist manninum hafa farið að líða illa því hann er sagður hafa gripið utan um brautarlínuna og sýnt merki um skerta meðvitund.

Hinn serbneski Milos Glogovac stóð vaktina í turninum þennan dag. Hann þótti eldsnöggur að sjá að eitthvað var ekki með felldu og hljóp niður stigann í átt að sundlauginni þegar gesturinn sást sökkva til botns. Milos stakk sér í sundlaugina á eftir manninum, kom honum upp á bakkann og beitti skyndihjálp þar til sjúkrabíll og sjúkraliðar birtust. Milos hefur unnið sem sundlaugavörður í Breiðholtslauginni í eitt og hálft ár.

Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar, er hæstánægð með starfsmann sinn og segir svona neyðartilfelli sem betur fer ekki vera algeng. Miklar öryggiskröfur eru gerðar til starfsfólks sundstaða og á hverju ári er þreytt sundpróf sem allir starfsmenn þurfa að gangast undir. „Þetta var mjög vel gert hjá honum,” segir hún í samtali við DV. „Þetta er stórt svæði en Milos er mjög athugull maður og talaði um að námskeiðin okkar hafi hjálpað sér gríðarlega mikið.”

Samkvæmt fréttavef Eiríks Jónssonar var dægurlagasöngvarinn André Bachmann á meðal sjónarvotta. „Starfsmaðurinn brást hárrétt við og á hrós skilið,” segir Bachmann í samtali við miðilinn um björgunarafrekið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld