Óhætt er að segja að vegfarendum í Baden-Wuerttemberg í Þýskalandi hafi verið brugðið þegar þeir gengu fram á, það sem þeir töldu vera, höfuðlaust lík af manni.
Lögreglu var tilkynnt um mann sem lá í blóði sínu skammt frá á í Remstal, nærri borginni Stuttgart, síðdegis í gær.
Lögreglan var fljót á vettvang, girti svæðið af áður en rannsóknarlögreglumenn mættu á svæðið. Lögregla var þó fljót að átta sig á því að þarna var ekki um neitt lík að ræða heldur fullklædda dúkku sem búið var að gera höfðinu styttri.
Óvíst er hver kom dúkkunni fyrir en líklegt má telja að viðkomandi hafi ætlað að hrekkja vegfarendur og lögreglu – sem honum tókst nokkuð vel.