fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Gamli Fjalakötturinn – og Grjótaþorpið

Egill Helgason
Sunnudaginn 10. febrúar 2013 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd er af vefnum 101Reykjavík og sýnir Aðalstræti á sjötta áratugnum, það er byrjað að byggja Moggahöllina – sem aldrei skyldi verið hafa.

Við sjáum glöggt hvernig Fjalakötturinn leit út. Í honum var elsta kvikmyndahús Íslands og var þá nefnt Reykjavíkur Biografitheater. Húsið hét annars Breiðfjörðshús, eftir Valgarði Ö. Breiðfjörð. Það var rautt á litinn.

Fjalakötturinn var rifinn 1985, eftir langvinnar deilur. Líklega myndi engum detta í hug að eyðileggja svo glæsilegt hús í dag. Niðurlæging þess var reyndar talsverð – á neðstu hæðinni var starfræktur leiktækjasalur undir það síðasta.

Í baksýn sést yfir Grjótaþorpið. Þetta litla hverfi er afskaplega fallegt núna, hús eru uppgerð og vel við haldið. En þegar ég var að alast upp stóð manni frekar stuggur af Grjótaþorpinu. Þarna bjó fátækt fólk, margir áttu við allskonar vandamál að stríða. Húsin voru illa máluð og niðurnídd.

Merkileg er svo sagan af ungum Frökkum sem fluttu til Íslands í kringum 1970. Þeir bjuggu sumir í Grjótaþorpinu, föttuðu sjarma þess, og áttu stóran þátt í að reisa það til vegs og virðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar