fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Aðildarviðræður fjara út

Egill Helgason
Mánudaginn 14. janúar 2013 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðildarviðræðurnar við ESB eru byrjaðar að fjara út. Það bendir til þess að Samfylkingin hafi áttað sig á því hver er hinn pólitíski veruleiki á Íslandi.

Fram að alþingiskosningunum í apríl verða ekki opnaðir neinir nýir samningskaflar og farið verður hægt í vinnu við þá sem þegar hafa verið opnaðir.

Þetta er gert til að koma til móts við Vinstri græna sem eiga afar erfitt með að fara með ESB-málið inn í kosningar.

En þetta hefur líka aðra hlið. Þegar samningaviðræðurnar eru kominar á ís er auðvelt að láta þær einfaldlega fjara út og enda – eins og allt stefnir í að verði eftir kosningar.

Það myndi bíða nýrrar ríkisstjórnar að setja aftur kraft í viðræðurnar – er líklegt að stjórn til dæmis Sjálfstæðisflokks og Framsóknar myndi gera það?

Þannig endar líklega þetta ESB-ferðalag, ekki með hvelli heldur snökti, eins og segir í kvæði T.S. Eliot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar