fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Það vantar einhvern til gera Skaupið í ár: Hefur þú áhuga?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 19:14

Úr Áramótaskaupinu 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV leitar um þessar mundir að framleiðanda Áramótaskaupsins 2018. Ekki eru gerðar litlar kröfur til viðkomandi  enda er um að ræða eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni landsins og eru Íslendingar ófeimnir við að annaðhvort lofa eða lasta útkomuna á samfélagsmiðlum. Viðkomandi þarf meðal annars að búa yfir „framúrskarandi hugmyndaauðgi“ líkt og fram kemur í starfsauglýsingu á vef RÚV en 32 milljónir eru greiddar fyrir verkið.

Í auglýsingunni segir meðal annars að í nýrri stefnu RÚV sé lagt upp með að auka samtal og samvinnu við sjálfstæða framleiðendur og listamenn í landinu.

Áramótaskaupið er ómissandi liður í hátíðahöldum Íslendinga um áramót og eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni landsins. Skaupinu er ætlað að gleðja sem flesta og varpa spaugilegu ljósi á ýmsa atburði ársins, fréttir, fólk, tíðaranda og uppákomur. RÚV lítur á Skaupið sem mikilvægan endapunkt sjónvarpsársins og leggur áherslu á að fjölbreyttur hópur komi að þróun og framleiðslu efnisins á hverju ári.“

Gert er ráð fyrir að Skaupið verði 50-55 mínútur að lengd og kemur fram að innihald skuli „að fullu vera í samræmi við gildandi lög og reglur um efni sem sýnt er á RÚV.“ Þá er skilafrestur á grófklipptri útgáfu 14. desember næstkomandi og fullkláruð útgáfa til útsendingar þarf að vera tilbúin fjórum dögum fyrir gamlársdag.

RÚV greiðir framleiðanda 32 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við framleiðslu verksins en framleiðslusamningur milli aðila felur í sér nánari útfærslu og önnur atriði er varða framleiðslu og skyldur framleiðanda og seljanda.

Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar og sótt um starfið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“