fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir að reyna að myrða tvö ung börn sín

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirréttur í Glostrup í Danmörku hefur dæmt 58 ára karlmann í 9 ára fangelsi fyrir að stefna lífi annarra í hættu með því að kveikja í íbúð sinni og í framhaldi af því að hafa reynt að myrða tvö ung börn sín. Þetta átti sér stað í ágúst á síðasta ári.

Maðurinn byrjaði á að kveikja í íbúð sinni á Thorvaldsensvej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Hann vætti pappakassa í bensíni og bar síðan eld að honum. Í kassanum voru nokkur ílát með eldfimum vökva. Eldurinn breiddist út um íbúðina en sem betur fer sluppu aðrir íbúar í stigaganginum ómeiddir frá þessu.

Eftir að hafa kveikt í ók maðurinn til Rødover þar sem hann lagði bíl sínum á iðnaðarsvæði. Með honum í för voru tvö börn hans, tveggja og sjö ára. Þau sváfu í aftursætinu. Maðurinn leiddi slöngu frá útblástursrörinu inn í bílinn og gangsetti síðan bílinn sem fylltist fljótt af reyk. Af óþekktum ástæðum tókst honum ekki að myrða börnin.

Maðurinn og börnin fundust í bílnum um klukkan sjö um morguninn.

Maðurinn játaði að hafa kveikt í íbúðinni en neitaði að hafa ætlað að myrða börnin sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað