fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hann sagði frá leyndarmálinu – Síðan átti hann stefnumót við dauðann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 18:00

Andrei Zheleznyakov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég settist á stól og sagði við strákana: Það náði mér.“ Þetta sagði Andrei Zheleznyakov um slysið sem endaði með stefnumóti hans við dauðann. Hann starfaði við þróun hins hræðilega taugaeiturs Novichok en 1987 fóru hlutirnir úrskeiðis, skelfilega úrskeiðis. Eftir því sem Zheleznyakov sagði þá varð slys á rússneskri tilraunastofu 1987 og sagðist hann samstundis hafa vitað að nú væri öllu lokið.

„Ég sá hringi fyrir mér. Rauða og appelsínugula. Og það hringdi í eyrum mér á meðan ég andaði. Ég var hræddur því ég vissi að eitthvað myndi gerast.“

Sagði hann í samtali við rússneska dagblaðið Novoye Vremya.

En allt var þetta leyndarmál því enginn mátti vita að Rússland var að þróa hið stórhættulega taugaeitur Novichok. Af þeim sökum var slysinu og ástandi Zheleznyakov leynt, allt þar til hann ákvað sjálfur að skýra frá málinu og upplýsa allt saman.

Vissi að hann myndi deyja

Fimm árum eftir slysið í rannsóknarstofunni ákvað Zheleznyakov að stíga fram og leggja spilin á borðið í samtali við Novoye Vremya.

Í The Guardian er haft eftir Vil Mirzayanov, sem er sérfræðingur í efnavopnum, að Zheleznyakov hafi skýrt frá öllu sem hann vissi því hann hafi ekki verið hræddur við neitt, hann hafi vitað að dagar hans voru taldir. Aðeins ári eftir að viðtalið var tekið lést Zheleznyakov. Hann hafði þá barist við skorpulifur, taugaskaða, flog og lifrarbólgu.

Rússnesk stjórnvöld höfðu ákveðið að rétta yfir honum í kjölfar blaðaviðtalsins en hættu við þar sem ljóst var að Zheleznyakov ætti ekki langt eftir.

Rússar neita enn að þeir hafi þróað Novichok en Vesturlönd standa fast á því að uppruna eitursins megi rekja til Sovétríkjanna sálugu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa