fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Pútín segir að fleiri árásir á Sýrland muni leiða af sér alþjóðlegt öngþveiti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 05:12

Mynd úr safni. Flugskeyti skotið frá USS Preble. Mynd: USS Navy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Vesturlönd ráðast aftur á Sýrland mun það leiða af sér alþjóðlegt öngþveiti að sögn Vladimir Pútíns forseta Rússlands. Hann ræddi um helgina símleiðis við Hassan Rouhani, forseta Írans, um málefni Sýrlands. Forsetarnir voru sammála um að árásir Vesturlanda á Sýrland aðfaranótt laugardags hafi dregið úr möguleikunum á að hægt verði að finna pólitíska lausn á hinu sjö ára löngu borgararstríði í Sýrlandi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kreml. Fram kemur að Pútín leggi áherslu á að það muni valda öngþveiti í alþjóðlegum samskiptum ef árásir, eins og sú sem var gerð aðfaranótt laugardags, séu í andstöðu við sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði á fundi öryggisráðs SÞ í gær að Vesturlönd væru reiðubúin til fleiri árása á Sýrland ef Sýrlandsstjórn notar efnavopn á nýjan leik.

Bandaríkin, Frakkland og Bretland skutu 105 flugskeytum á valin skotmörk í Sýrlandi aðfaranótt laugardags. Árásin var svar við meintri notkun Sýrlandsstjórnar á efnavopnum í Douma.

Bandaríkin hafa ákveðið að taka upp nýjar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi sem beinast að öllum þeim fyrirtækjum „sem eiga viðskipti með útbúnað sem tengist Assad forseta og notkun efnavopna“. Þessar nýju refsiaðgerðir verða kynntar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd