fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Svarthvítir dagar Jóhönnu, Bréfabók Shiskins, Reykhólar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. október 2014 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fjöllum við um Svarthvíta daga, það er æskusaga Jóhönnu Kristjónsdóttur. Þarna segir frá uppvexti Jóhönnu í nýju hverfi sem var að rísa vestur á Melum, í fjölskyldu þar sem ríktu mjög borgaraleg gildi, æskuástum og svo auðvitað bróður hennar, honum Braga.

Í þættinum er viðtal við Mikhail Shiskin. Hann þykir einn merkasti nútímahöfundur í Rússlandi, hefur hreppt öll helstu bókmenntaverðlaun þar í landi. Út er komin eftir hann Bréfabók í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Shiskin er ómyrkur í máli þegar Pútín og stjórnarfar í Rússlandi er annars vegar.

Við skoðum bækur frá blómatíma prentverks á Íslandi, þá voru prentsmiðjur út um allt, prentaðar bækur út um allt land, en prentsmiðjurnar komu og fóru. Svanur Jóhannesson hefur safnað prentsmiðjueintökum svokölluðum og sett saman um þau bók og sýningu sem má sjá í bókasafninu í Hveragerði.

Í dagskrárliðnum Bækur og staðir förum við á Reykhóla og fræðumst meðal annars um Virkisvetur, sögulega skáldsögu Björns Th. Björnssonar.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Litlu dauðana eftir Stefán Mána og Manninn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson.

shish

Mikhail Shiskin er af mörgum talinn helsti núlifandi rithöfundur Rússlands. En hann býr núorðið í Sviss og er mjög gagnrýninn á stjórnarfar í ættlandinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin