fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
FókusKynning

Öll flóran á Símstöðinni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símstöðin er stórt og líflegt kaffihús og bistró á Akureyri sem opnað var sumarið 2014. Gífurleg fjölbreytni einkennir veitingaframboðið á Símstöðinni en auk annars eru þar í boði mjög heilsusamlegir réttir.

„Þetta hús er í raun símstöðin á Akureyri og hún er meira að segja í húsinu hér enn í dag. Hér er allt lagna- og símakerfi fyrir Akureyri undir fótum okkar,“ segir Kristján Þórir Kristjánsson, eigandi Símstöðvarinnar, en staðnum hefur verið afar vel tekið bæði af Akureyringum og ferðamönnum.

„Á sumrin er hér allt smekkfullt af innlendum sem erlendum túristum og svo eru heimamenn duglegir að koma en að öðru leyti kemur hingað fólk á öllum aldri, allt frá skólakrökkum sem kaupa sér djús eða samloku, og upp í harðfullorðið fólk og fullvaxna karlmenn,“ segir Kristján glettinn.

Veganréttir og eftirsóttur kjúklingaréttur í hádeginu

Mikil fjölbreytni einkennir veitingaúrvalið á Símstöðinni og á það ef til vill sinn þátt í vinsældum staðarins. Þar á meðal eru heilsuréttir. „Hér eru í boði fiskréttir, grænmetisréttir og hráfæðisréttir ásamt góðu úrvali af vefjum og samlokum, enn fremur alls konar heilsusamlegir safar. Við höfum jafnframt aukið úrvalið af mat fyrir veganfólk. Eitt mesta aðdráttaraflið hefur síðan kjúklingarétturinn í hádeginu sem er svona „Gló-style“ en honum fylgja þrjár tegundir af meðlæti. Rétturinn er aldrei eins tvo daga í röð, það getur verið tikkamasala-kjúklingur í gær og mexíkóskur kjúklingaréttur á morgun, þannig að þú getur fengið þér kjúklingaréttinn alla vikuna en það er aldrei sama bragðið. Þessi réttur er meðal annars vinsæll hjá fólki sem vinnur hér í nágrenninu og íþróttamönnum,“ segir Kristján.

Fyrir utan heilsuréttina er margt annað á boðstólum á Símstöðinni. Sextán tegundir af pítsum eru á matseðli og mikið úrval af kökum. Þá eru jafnframt í boði allir þeir kaffidrykkir sem fyrirfinnast á kaffihúsum, jafnt heitir sem kaldir, auk þess sem boðið er upp á sérstaka árstíðabundna drykki.

Símstöðin tekur 70–80 manns í sæti en hægt er að taka með sér alla rétti og drykki og notfæra sér margir það. Enski boltinn er á skjánum í innri salnum og segist Kristján búast við að þar verði mikil stemning þegar HM í knattspyrnu stendur yfir næsta sumar.

Mynd: Auðunn Níelsson – www.audunn.com

Símstöðin er staðsett að Hafnarstræti 102, Akureyri. Opið er alla daga frá kl. 9 á morgnana til 22.30 á kvöldin. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðunni Símstöðin veitinga- og kaffihús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7