fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Jeffrey Sachs: Þjóðverjar vilja losna við grísku stjórnina og fá Grikki út úr evrunni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. júlí 2015 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski hagfræðingurinn og rithöfundurinn Jeffrey Sachs segir í viðtali á Bloomberg að mál hefðu aldrei átt að fá að þróast á þann veg sem þau hafa gert í Grikklandi. Þarna sé að verki afar léleg hagstjórn frá hlið Evrópusambandsins og mikill þvergirðingur af hálfu Þjóðverja.

Það vekur reyndar athygli – og þetta er ekki hluti af því sem Sachs segir – að það er eins og málið sé einungis milli Grikkja og Þjóðverja. Tsipras leggur eitthvað til og Merkel og Schäuble skjóta það jafnharðan niður. Eru Þjóðverjar algjörlega búnir að taka völdin í ESB?

Sachs segir að Þjóðverjar hafi ákveðið að þeir vildu í raun ekki semja við vinstri stjórnina í Grikklandi – og að þeir vilji ýta Grikkland út úr evrunni. Það sé hins vegar ekki hægt, þeir geti ýtt Grikkjum út í hrun og örvæntingu, en það sé engin útgönguleið út úr evrunni.

Sachs segist hafa skoðað mál Grikklands ásamt fleiri bandarískum hagfræðingum, þeir telji að niðurskurður á skuldum sé réttmætur. Þjóðverjar séu hins vegar harðir á því að ekkert slíkt sé í boði – og þess vegna sé allt komið í óefni. Það sé ótrúlegt að hlusta á fjármálaráðherra Bandaríkjanna lýsa því yfir að Grikkland þurfi skuldaleiðréttingu á sama tíma og ESB segir að slíkt komi ekki til greina.

Greiðslufall Grikkja hafi verið óhjákvæmilegt, segir Sachs, þeir geti ekki borgað skuldirnar, en meðfram greiðslufallinu sjáum við nú stórt áhlaup á banka ofan á kreppu sem er orðin jafn djúp og Kreppan mikla á fjórða áratugnum.

Sachs segir að lausnin sé fólgin í greiðslufalli Grikklands á sama tíma og landið heldur áfram í evrunni. Um leið þurfi að skera hraustlega af skuldum Grikkja. En til skemmri tíma þurfi skuldafrí og aðstoð til Grikkja svo þeir geti opnað bankakerfi sitt aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar