fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Er Tsipras að fela vanhæfni sína með þjóðaratkvæðagreiðslunni?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. júní 2015 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til þess að Grikkir muni segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Maður finnur samt að margir vita ekki almennilega hvað er verið að kjósa um og vita enn ekki hvað þeir ætla að kjósa. Þeir horfa á mann spurnaraugum – og maður horfir spurnaraugum á móti.

Tsipras forsætisráðherra liggur víða undir ámæli fyrir að ætla að skýla sér á bak við þjóðernishyggjuna sem er sterkt afl í Grikklandi, nú þegar honum hefur mistekist að semja við Troikuna svokallaða eins og hann sagðist ætla að gera. Hann leggur sjálfan sig að veði, segist ætla að segja af sér ef svarið í þjóðaratkvæðagreiðslunni verður já.

Kjósendur hér hljóta að spyrja – snýst þetta þá um Tsipras?

En örvæntingin skín í gegn. Nú er Tsipras að reyna að fá Troikuna til að fallast á að veita Grikkjum nýtt neyðarlán, þegar aðeins nokkrir tímar eru í greiðslufall. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn úr röðum Syriza eru alls ekki á einu máli.

Líklega verður svarið frá Evrópu nei. Maður hefur heyrt marga hér tala um að nú muni Bandaríkjamenn stíga inn og heimta að málinu verði kippt í liðinn, annars verði Grikkland ofurselt Rússum og Kínverjum. Það er veik von. Grikkir ofmeta kannski geópólitíska stöðu sína. Hins vegar er Grikkland nú skyndilega orðið heilagur málstaður fyrir villta vinstrið í Evrópu.

Gríski seðlabankinn er farinn að undirbúa skipti yfir í drökmur. Nú hefur fólk ekki fé milli handanna þótt það eigi evrur í bönkum. Þeim verður breytt yfir í drökmur, gengi þeirra mun hrynja strax og bankainnistæður þurrkast út.

Það vantar ekki bara fé í bankana, heldur hafa líka verið biðraðir á bensínstöðvum. Það verður kannski ekkert fé til að flytja inn eldsneyti. Einn fréttaskýrandi segir að Grikkir muni láta sig hafa þetta og samt segja nei – sá vill meina að Grikkir kenni útlendingum alltaf um vandræði sín enda innræti menntakerfið þeim þjóðrembu.

Þeir muni jafnvel halda áfram að segja nei þegar kaffið þrýtur – sem er nánast óhugsandi fyrir Grikkja.

 

869b88757f-380x230_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar