fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Eva lætur reyna á þjóðhöfðingjalögin – Segir Erdoğan að stinga tyrkneska fánanum upp í afturendann á sér

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. apríl 2018 11:45

Eva Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í átökum í Sýrlandi, sendi Recep Erdoğan, forseta Tyrklands kaldar kveðjur í dag, hvar hún skrifar við skopmynd af forsetanum að hann sé rasshaus, hafi enga samvisku, geti ekki fundið til sektarkenndar eða eftirsjár, en honum verði refsað og hann niðurlægður. Og hvern dag sem hann eigi eftir ólifað muni hann finna hversu mikill skíthæll hann sé.

Að endingu segir Eva honum að stinga tyrkneska fánanum upp í óæðri enda sinn.

 

Myndin birtist í mest lesna dagblaði Hollands eftir að hollensk blaðakona af tyrkneskum uppruna, Ebru Umar, var handtekin í Tyrklandi vegna ummæla sinna um Erdoğan á Twitter.

 

Eva segir að ræðismaður Tyrklands hafi svarað beiðni hennar um að koma athugasemdum sínum til forsetans, sagst ætla sent það á sendiráðið í Osló, sem sér um samskiptin við Tyrkland.

Orðsendinguna í dag stílaði hún á sendiráðið í Osló með eftirfarandi orðum:

Dear embassy staff

Attached is my second message to Turkey’s Butthead of State. Please deliver it to him. He might also want to know that the media picked up my e-card from last Wednesday.  Jerk Erdoğan will hear more from me, and despite his censorship -Turkish citizens will see my message to him.

Best regards

Eva Hauksdóttir

 

Í fyrra bréfinu, sem fjallað var um í Kvennablaðinu, kennir hún hersveitum Erdoğan um dauða sonar síns og segist „sannarlega“ hata forsetann, ekki síst fyrir þjóðarmorðið á Kúrdum.

 

Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að smána þjóðhöfðingja erlends ríkis og varðar það allt að sex ára fangelsi.

Þingmaður Vinstri grænna, Steinunn Þóra Árnadóttir, ásamt þremur öðrum úr VG, lögðu fram frumvarp í febrúar þess efnis að afnema ætti þetta ákvæði 95. greinar almennra hegningarlaga í heild sinni, en utanríkisráðuneytið lagðist gegn því í umsögn sinni, þar sem það er talið vinna gegn ákvæðum Vínarsamningsins frá 1961, er fjallar um stjórnmálasamband ríkja.

Þá segir einnig í umsögninni:

„Má rökstyðja að öll sömu verndarsjónarmið og um sendiráð og sendierindreka eigi að gilda um þjóðhöfðingja erlends ríkis. Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarverndar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“

 

 

  1. gr.
    [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.] 1)2)
    [Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.] 3)
    [Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.] 4)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar