fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Átta lögreglumenn reknir úr starfi – Sögðu að mýs hefðu étið hálft tonn af marijúana

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 08:00

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta argentínskir lögreglumenn hafa verið reknir úr starfi í kjölfar þess að hálft tonn af marijúana hvarf úr geymslum lögreglunnar. Lögreglumennirnir héldu því fram að mýs hefðu étið efnið en það þótti ekki mjög trúlegt að mati yfirmanna þeirra.

Marijúanað hafði verið haldlagt af lögreglunni og var geymt í vöruskemmu í Pilar. Fyrir tveimur árum sýndi úttekt að 6 tonn af marijúana voru í vörugeymslunni. Þegar ný úttekt var gerð nú í ársbyrjun kom í ljós að aðeins voru 5.640 kg af marijúana í geymslunni.

Grunur beindist strax að Javier Specia sem hætti störfum hjá lögreglunni á síðasta ári. Eftir því sem segir í umfjöllun The Guardian skilaði hann ekki af sér skýrslu um stöðu mála í vörugeymslunni þegar hann lét af störfum. Það var ekki fyrr en eftirmaður hans, Emilio Portero, kom til starfa að í ljós kom að marijúanað hafði rýrnað umtalsvert.

Specia og þrír aðrir voru nýlega færðir fyrir dómara vegna málsins. Þeir sögðu dómaranum að mýs hefðu étið marijúanað. Sérfræðingar lögreglunnar drógu þennan frambuð í efa og sögðu að stór hópur músa hefði ekki einu sinni getað étið svona mikið magn og auk þess myndu mýs ekki gera þau mistök að telja marijúana vera mat. Þá bentu sérfræðingar á að ef mýs hefðu étið efnið þá hefðu hræ margra músa fundist í vörugeymslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“