fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Eðlilegt og sanngjarnt að Páll og Ásmundur fái formennsku í veigamiklum nefndum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum telja eðlilegt að þingmenn í forystu flokksins í Suðurkjördæmi sé tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis. Þetta kemur fram í ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sem samþykkt var einróma á fundi í gær. Lýsir fulltrúaráðið yfir miklum vonbrigðum með að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hafi ekki fengið ráðherraembætti og að þetta sé alvarlegt þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé með sex ráðherraembætti:

Unnur Brá Konráðsdóttir. Mynd: DV
Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Með þessari framgöngu er horft framhjá lýðræðislegri niðurstöðu fjölmenns prófkjörs í Suðurkjördæmi til að stilla upp lista og glæsilegum kosningasigri í kjördæminu í alþingiskosningunum 29. október sl. Með þessum vinnubrögðum er vilji kjósenda flokksins í kjördæminu hunsaður,“

segir í ályktun fulltrúaráðsins.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

 

Er einnig gerð alvarleg athugasemd við að þrír ráðherrar af ellefu komi úr landsbyggðarkjördæmum, enginn úr Suðurkjördæmi, en Unnur Brá Konráðsdóttir 8. þingmaður Suðurkjördæmis kemur til með að verða forseti Alþingis. Líkt og Páll sjálfur sagði í útvarpsviðtali í gær eru Sjálfstæðismenn í Eyjum að öðru leyti ánægðir með ríkisstjórnina, telja Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum það sanngjarnt og eðlilegt að forystumenn flokksins í kjördæminu, sem eru Páll og Ásmundur Friðriksson, fái formennsku í veigamiklum nefndum:

Í ljósi þess hversu öflugt starf er unnið undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu er sanngjarnt og eðlilegt að þingmönnum í forystu flokksins í Suðurkjördæmi séu tryggð formennska í veigamiklum nefndum Alþingis.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?