fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Ráðherra ósammála fullyrðingum um mestu hægristjórn sögunnar: Vill endurskoða fjármagnstekjuskatt

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttirumhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra er ekki sammála fullyrðum um að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sé sú hægrisinnaðasta í sögunni, það sé heilmargt í stjórnarsáttmálanum sem sé til þess gert að draga úr ójöfnuði. Bendir Björt á menntunarkafla stjórnarsáttmálans, þar sé hugað að félagslegum þáttum, til dæmis með endurskoðun á 25 ára reglunni um framhaldsskóla, sama eigi við um heilbrigðiskerfið þar sem draga á úr gjaldtöku.

Björt ræddi um ójöfnuð í samfélaginu við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Ekkert talað um þrepaskipt skattkerfi

Logi segir orðalagið í stjórnarsáttmálanum vera fínt, sér í lagi um hluti sem allir geti verið sammála um:

En það þarf að grípa til beinna aðgerða til laga félagslegan óstöðugleika. Við munum að minnsta kosti sýna þeim fullt aðhald í þeim efnum. Auður er að færast á færri hendur á Íslandi eins og annarsstaðar og það eru komnir aðilar sem eru með algjöra yfirburðastöðu sem að eiga jafnt í sjávarútvegi, bönkum til skamms tíma, tryggingarfélögum, olíufélögum, dagblöðum ekki síst og núna síðast á leigumarkaði,

segir Logi og vitnar í Halldór Laxness:

Logi Már Einarsson
Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Mynd/Guðrún Þórs.

„…sem sagði að munurinn á Framsóknarmanni og sósíalista væri að Framsóknarmaðurinn væri alltaf til í að grípa fólk þegar það fellur en sósíalistinn vildi byggja stoðirnar sterkar og gera mönnum kleift að lifa sómasamlegu og virðingarverði lífi og eiga möguleika til sjálfsafla, það gerum við klárlega best í gegnum réttlátt skattkerfi, með þrepakerfi. Það er ekkert talað um það, það er beinlínis einmitt talað um einföldun á skattkerfinu og annað slíkt og það er ágætt að fá að vita í hverju það felst.“

Vill hann fá svör við því hvað felst í „fjölbreyttu rekstrarformi“ í menntakerfinu og í námsstyrkjakerfi, sem hann telur að eigi að gegna jöfnunarhlutverki ólíkt frumvarpi Illuga Gunnarssonar á síðasta kjörtímabili.

Telur að endurskoða þurfi fjármagnstekjuskatt

Björt segir að við úthlutun í styrkjakerfi LÍN verði hugað að félagslegum breytum þeirra sem þurfa á að halda, treystir hún núverandi menntamálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, til að útfæra frumvarpið.

Varðandi ríka eitt prósentið. Þegar vinstriflokkarnir hafa rætt skattkerfið þar þá er eins og hugmyndin sé sú að launfólk á Íslandi sé einhvern veginn vandamálið. Það er bara ekki þannig. Launafólk almennt séð er ekki inni í þessu ríka eina prósenti, þeir sem eru þarna eru þeir sem að krafts og elju sinnar vegna, vonandi, reka stór fyrirtæki, borga sér arð og eru þess vegna mun fjáðari og geta keypt sér fleiri eignir en hinir. Þar felst mismununin, og ég tel persónulega að endurskoða þurfi fjármagnstekjuskatt af arði, út af því að hann er einna lægstur á Íslandi,

segir Björt:

Ég ræddi þetta í öllum viðræðunum, þetta var ekki neins staðar eitthvað ágreiningsefni, þetta er bara hlutur sem er verið að hlusta á og þarf að taka betur inn í umræðuna.

Ari Brynjólfsson – ari@pressan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti