fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

26 ára aldursmunur milli aðstoðarmanna ráðherrans

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. janúar 2017 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari
Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Á vef stjórnarráðsins segir frá því að Unnsteinn Jóhannsson og Sigrún Gunnarsdóttir hafi verið valin til þess að gegna starfi aðstoðarmanna heilbrigðisráðherra sem er Óttarr Proppé. Auk heilbrigðismála eru á sviði ráðuneytisins önnur mál sem eru til dæmis á sviði lýðheilsu- og forvarna, almannatrygginga, svo sem sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatrygginga, lífvísinda og lífsiðfræði.

Samkvæmt tilkynningunni er Unnsteinn fæddur árið 1986 og hefur víðtæka reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það ekki aðeins pólitíska reynslu.

Í tillkynningunni segir um Unnstein að hann hafi „frá árinu 2015 starfað sem aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar og meðal annars sinnt ýmsum verkefnum fyrir þingflokkinn sem og innra starfi Bjartrar framtíðar. Árin 2013–2015 var hann framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga og 2012–2013 verkefnastjóri fyrir Bandalag íslenskra skáta. Unnsteinn er menntaður KaosPilot, þ.e. nám í skapandi verkefnastjórnun sem hann stundaði í Hollandi og Danmörku árin 2008–2012. Áður lauk hann námi af listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði. Unnsteinn hefur verið virkur í félagsstörfum, meðal annars verið varaformaður Samtakanna ´78, setið í stjórn Bjartrar framtíðar, stjórn skátafélagsins Vífils og stjórn nemendafélags Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann hefur einnig komið að ýmsum verkefnum, svo sem fjáröflun fyrir baráttu hinsegin fólks í Úganda fyrir Samtökin ´78 og Íslandsdeild Amnesty International, verið virkur í starfi skátahreyfingarinnar og um nokkurra mánaða skeið árið 2011 var hann í starfsnámi fyrir The Peace Foundation í Auckland á Nýja Sjálandi þar sem hann kom meðal annars að því að setja upp markaðsáætlanir og annast ráðgjöf tengdri innri starfsemi samtakanna. Unnsteinn sat í 3. sæti lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður í alþingiskosningum 2016.“

26 ára aldursmunur milli aðstoðarmanna heilbrigðisráðherra

Sigrún er fædd árið 1960 þannig að það er 26 ára aldursmunur á aðstoðarmönnum ráðherrans en bæði eru væntanlega aðdáendur hljómsveitarinnar HAM eða í versta falli verða það eftir að hafa fengið þetta djobb. Sigrún er með hjúkrunarfræðimenntun að baki frá Háskólanum á Íslandi og með doktorsgráðu á sviði lýðheilsu og stefnumótunar frá London School of Hygiene & Tropical Medicine. Um hana segir í tillkynningu frá stjórnarráðinu:

Sigrún hefur víðtæka reynslu á sviði heilbrigðismála og stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur starfað við kennslu á sviði heilbrigðismála, stjórnunar og forystu, sinnt rannsóknum og skrifað fjölda fræðigreina. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í félagsmálum og gegnt þingmennsku sem varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013 og 2014 og er nú varaþingmaður flokksins. Sigrún hefur starfað sem dósent á viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á viðskiptasviði Háskólans á Bifröst og í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún hefur leitt starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu, verið formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands og varaformaður samstarfsnets um rannsóknir um starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu, NOVO. Af fyrri störfum Sigrúnar má nefna deildarstjórastöðu starfsmannamála á Landspítala og stöðu gæðastjóra þar, verkefnisstjórastöðu á sviði heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneytinu og stöðu deildarstjóra á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Einnig hefur hún verið formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Sigrún hefur um langt árabil starfað sem ráðgjafi hjá skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kaupmannahöfn.

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin