fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Slegist um íbúðir nálægt góðum skólum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. janúar 2017 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmannahöfn, danmörk

„Breytingarnar á grunnskólalögunum eru ekki það eina sem breyst hefur í menntakerfinu. Framhaldsskólarnir krefjast sífellt hærri einkunna hjá þeim sem vilja fá inngöngu og í háskólunum eru kröfurnar enn meiri. Fjárveitingar til framhalds- og háskóla hafa lækkað mörg ár í röð og þeim sem fá skólavist þar af leiðandi fækkað. Í háskólunum er ástandið þannig í sumum deildum að einungis lítill hluti þeirra sem sækir um getur gert sér vonir um að fá pláss – og þá eru það einkunnirnar sem gilda.,“ skrifar Borgþór Arngrímsson sem er blaðamaður Skólavörðunnar í Kaupmannahöfn um ástandið í Danmörku pistli á síðuna skolavardan.is.

Fasteignasalar hafa fattað að hægt er að hækka verðið

Fasteignasalar hafa víst áttað sig á ástandinu þar og segja barnafólk tilbúið til að borga háar fjárhæðir fyrir íbúðir nálægt góðum skólum. Grunnskólamenntunin skiptir miklu um hvernig börnunum muni vegna í lífinu. Fræðsluyfirvöld í Kaupmannahöfn nota víst ýmsar mælistikur á skólanna til að meta starf þeirra. Borgþór skrifar: „Niðurstöður þessa mats, orðsporið sem af skólanum fer og það hvernig nemendum vegnar svo í framhaldsskóla er það sem foreldrar hafa við að styðjast. Í könnun sem eitt dönsku blaðanna gerði kom fram að orðsporið er það sem vegur þyngst af þessu þrennu, og það reyndar langþyngst.“

Hverfisskóla fyrirkomulagið er við lýði í Kaupmannahöfn

Í Kaupmannahöfn er hverfisskóla skipulag þannig að þau börn sem búa nálægt skólanum eiga forgang. Í Danmörku er víst algengt að seljendur slái af uppsettu verði til að ná að selja. En í hverfum þarsem eru góðir grunnskólar þá hafa kaupendur oft verið að bjóða hærri upphæðir í íbúðirnar en sett hafa verið upp. Málamyndabúseta, það er þegar fólk er skráð á ákveðnum stað til heimilis, en býr í raun annarstaðar hefur víst aukist verulega í nágrenni við góðu skólanna. En skólastjórnendur geta ekki aðhafst í því. Enda skólastjórum ekki heimilt að „njósna um fólk,“ einsog einn skólastjórinn orðaði það. En auðvitað er hegðun foreldra sem leggja alúð í að undirbúa líf barnsins síns vel og gera framtíð þess auðveldari frekar en erfiðari skiljanleg. Grein Borgþórs lýkur á orðum frá einum stjórnarmanni skóla sem ræddi við Berlingske tidende.

Stjórnarmaðurinn nefndi tiltekinn skóla sem fyrir áratugum hefði þótt fremur slakur í samanburði við aðra skóla en hefði nú um margra ára skeið verið langt yfir meðaltali skóla í borginni. Þessi skóli mætti enn búa við að talað væri um hann og nemendur hans í niðrandi tón.

Börkur Gunnarsson gerði útdráttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin