fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Fyrsta verkefnið er ríkisfjármálaáætlunin og svo afnám hafta

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. janúar 2017 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar.

„Ríkisfjármálaáætlun. Það er mjög mikilvægt verkefni. Endurspeglar stefnumótun ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Hún verður lögð fyrir þingið 1. apríl“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, þegar hann var spurður hver væru fyrsti verkefnin sem hann færi í. „Svo er það að stíga síðustu skrefin í afnámi hafta og að hrinda málum í stjórnarsáttmálanum í framkvæmd.“ Benedikt var í viðtali á Hringbraut í gærkvöldi í þættinum Þjóðbraut.

Benedikt var spurður hvort þeir hefðu ekki gefið of mikið eftir í samningaviðræðunum þegar litið sé til þess að Björt framtíð hafi fengið framhaldslíf út á andstöðu sína við búvörusamningana og þeir í Viðreisn beinlínis verið stofnaðir út frá vilja til aðildarumsóknar í ESB en svo þegar stjórnarsáttmálinn sé lesinn er búið að þynna þessi mál ansi mikið út. Benedikt sagði: „það var vitað að ef við hefðum ætlað að ná þessum málum fram tiltölulega ómenguðum hefðu þeir flokkar sem héldu þeim á lofti þurft að fá meira fylgi í kosningunum.“

Benedikt hafnaði því að þetta stjórnarsamstarf sem nú er hafið hefði alltaf verið í kortunum. Hann sagðist hafa verið bjartsýnn í fyrstu viðræðunum, einnig bjartsýnn þegar viðræður um fimm flokka vinstri ríkisstjórn hófst en var svo hættur að vera jafn vongóður þegar þriðju viðræðurnar hófust. „Þetta var svona námskeið í væntingastjórnun.“

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, sagði að þetta stjórnarsamstarf hefði alltaf verið í kortunum og það væri öllum augljóst. Svandís var einnig í viðtali á Hringbraut stuttu seinna í þættinum.

Hún var spurð að því hvort hún væri ósátt við Bjarta framtíð og að sá flokkur hafi farið í þetta stjórnarsamstarf. „Það er ekki mitt að vera ósátt við Bjarta framtíð en ég er mjög hissa á þeim,“ sagði Svandís. Hún sagðist telja að margir kjósendur Bjartrar framtíðar hlyti að vera það líka. Hún sagðist þekkja nokkra sem voru hikandi um hvort þau ættu að kjósa VG eða BF og hafi ekki áttað sig á því að með því að kjósa BF hafi þau verið að kjósa yfir sig Engeyjarættina.

Börkur Gunnarsson tók saman

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin