fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Framsókn: Gunnar var ekki rekinn úr flokknum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. apríl 2017 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Kristinn Þórðarson

Gunnar Kristinn Þórðarsson er enn í Framsóknarflokknum og fréttir af brottrekstri hans úr flokknum séu á misskilningi byggðar, þetta segir Einar Gunnar Einarsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Eyjan greindi frá því í morgun að Gunnar Kristinn hefði sagt að hann hefði verið rekinn úr flokknum, aftur, eftir að hafa skorað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson þingmann flokksins að yfirgefa Framsókn og stofna sinn eigin flokk.

Sjá frétt: Gunnar: Ég var rekinn úr Framsóknarflokknum – Aftur

Gunnar Kristinn segir í samtali við Eyjuna að hann sé ekki viss hvort hann sé enn í flokknum:

Ég er ekki alveg viss hverju ég á að trúa, ég var rekinn úr flokknum eftir landsfundinn síðasta haust þegar ég skoraði á Sigmund Davíð að stofna nýjan flokk. Ég á það skjalfest að ég var rekinn úr flokknum, það á víst að hafa verið mistök. Síðast fékk ég fréttabréf flokksins í lok mars, í byrjun apríl fór ég í viðtal þar sem ég skoraði á Sigmund að yfirgefa flokkinn. Í apríl fékk ég ekki fréttabréf og heyrði það hjá innanbúðarmanni að það væri búið að reka mig aftur úr flokknum,

segir Gunnar Kristinn. Hann segir að Sigmundur eigi mörg hundruð stuðningsmenn innan flokksins og að Sigmundur Davíð hafi góðan stuðning ef hann stofnaði sinn eigin flokk, hann vilji hins vegar áfram vera í Framsóknarflokknum á meðan Sigmundur er enn þingmaður flokksins.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur segir í samtali við Eyjuna að hann trúi því ekki að Gunnar Kristinn hafi verið rekinn úr flokknum í byrjun mánaðarins þar sem slíkt myndi stangast á við lög flokksins. Í kjölfar landsfundar flokksins síðasta haust hafi Gunnar óskað eftir því að vera tekinn af lista flokksins en honum hefði verið vikið úr flokknum alfarið, það hafi verið skýrt sem misskilningur. Aðspurður um hvort það geti verið tilviljun eða misskilningur að Gunnar hafi ekki fengið fréttabréf flokksins í apríl, segir Sveinn Hjörtur:

Ég ætla ekki að segja til um það, en það er þá mjög sérstök tilviljun. Eftir því sem ég best veit er Gunnar enn skráður í flokkinn, en hann fékk ekki síðasta fréttabréf, sem má að öllum líkindum rekja til mistaka á skrifstofu flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi