fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: „Kerfisræði 2 – Lýðræði 0“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir aðkallandi að huga að framtíðaruppbyggingu á Landspítala við Vífilstaði og að ríkið eigi að taka afstöðu til málsins fljótlega. Í Fésbókarfærslu við frétt Eyjunnar frá því í morgun um sölu ríkisins á landinu við Vífilstaði til Garðabæjar segir Sigmundur ákveðið mynstur koma í ljós þar sem ríkið tók landið úr umsjá Landspítalans árið 2014 og er nú að selja það Garðabæ:

Kerfisræði 2 – Lýðræði 0

Hér er ákveðið mynstur að koma í ljós. Ríkið afhenti borginni land undan Reykjavíkurflugvelli á gjafverði svo hún gæti haldið áfram að grafa undan flugvellinum í bókstaflegri merkingu. Nú er land sem Landspítalinn hafði til ráðstöfunar skyndilega afhent Garðabæ. Hvers vegna ætli það sé?,

spyr Sigmundur Davíð. Hann segir það aðdáunarvert að bæjarstjórinn í Garðabæ skuli lýsa því yfir að bærinn sé áfram viljugur til að skipuleggja uppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á svæðinu þrátt fyrir að hafa fengið landið nánast gefins, en kaupverðið var 558 milljónir fyrir 202 hektara. Segir Sigmundur að eðlilega eigi ríkið að taka afstöðu til málsins fljótlega og það sé marks um framsýni hjá Páli Matthíassyni forstjóra Landspítalans að benda á að með þessu sé verið að taka land af spítalanum sem ætlað var undir framtíðaruppbyggingu:

Er ekki hægt að ná sátt, nú í byrjun sumars, um að áfram verði lagt fjármagn í nauðsynlegar endurbætur við Hringbraut en að um leið verði farið að huga að framtíðaruppbyggingu við Vífilsstaði? Það er greinilega ekki bara tímabært heldur aðkallandi. Ekkert er að því að einhver spítalarekstur verði áfram við Hringbraut þótt framtíðarsjúkrahús rísi við Vífilsstaði. Það er bara betra og allir geta verið sáttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu