fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Formaður Alþýðufylkingarinnar ætlar ekki að mæta á stofnfund Sósíalistaflokksins

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 18:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar á vinstri vængnum. Gunnar Smári Egilsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Samsett mynd/DV

Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar ætlar ekki að mæta á stofnfund Sósíalistaflokks Íslands 1.maí næstkomandi. Alþýðufylkingin er róttækur vinstriflokkur sem hefur verið starfandi frá árinu 2013 og bauð flokkurinn fram til þings 2013 og 2016 sem og til borgarstjórnar í Reykjavík 2014. Málflutningur flokksins er að mörgu líkur málflutningi sósíalista, að auka vægi hins félagslega í hagkerfinu á kostnað markaðsvæðingar og reisa velferðarkerfið við og styrkja innviði. Samkvæmt vefsíðu Sósíalistaflokks Íslands eru fyrstu markmið flokksins meðal annars að endurskoða skattkerfið til að auðstéttin greiði meira til ríkisins og tryggja aðgengi að gjaldfrjálsu heilbrigðiskerfi, menntun og ódýru húsnæði.

Þorvaldur segir í samtali við Eyjuna að hann ætli ekki að mæta á stofnfund Sósíalistaflokks Íslands þar sem lög flokksins kveði á um að enginn flokksmeðlimur megi vera félagsmaður í öðrum flokki. Hann hefur ekki rætt við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands, um mögulegt samstarf flokkanna:

Við í Alþýðufylkingunni ætlum bara að bíða og sjá til með framhaldið. Við teljum okkur standa sterkt miðað við aðstæður og ætlum alls ekki að kasta okkar uppbyggingarstarfi fyrir ró til að taka þátt í einhverri óvissu með flokkaflökkurum. Margt af þessu sem er lagt fram hefur heyrst áður, þetta væri nýlunda ef það væri enginn flokkur með sósíalíska stefnu á Íslandi og þetta væri mikil nýlunda ef hann yrði stofnaður í Evrópu fyrir 170 árum,

segir Þorvaldur. Hann tekur undir þau sjónarmið að það sé betra ef vinstrimenn á Íslandi sameinuðust frekar en að vera mörgum mismunandi flokkum með svipuð stefnumál. Aðspurður um hvers vegna sundrungin sé meiri á vinstri væng stjórnmálanna en á hægri vængnum segir Þorvaldur:

Þeir sem sitja á fleskinu hafa peninga til að viðhalda sínu, það þarf meira til að breyta hlutunum en að halda þeim óbreyttum.

Þorvaldur hefur fylgst með umræðunum um Sósíalistaflokkinn en hann treystir sér ekki til að segja til með framhaldið, það komi jafnvel til greina að leggja báða flokkana niður og stofna nýjan:

Við viljum ekki vera með mikla spádóma um hvert þetta leiðir, við lítum ekki á Alþýðufylkinguna sem tilgang í sjálfu sér. Það kemur til greina að stokka þetta eitthvað upp en fyrstu þurfum við að heyra skýra stefnu og sjónarmið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum