fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Hin nýja miðja

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 28. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuelle Macron forseti Frakklands

Björgvin G. Sigurðsson skrifar: 

Árangur Emmanuels Macron í frönsku forsetakosningunum á dögunum var afgerandi sigur umburðarlyndis, klassískrar velferðarstefnu og frjálsyndis yfir þjóðernisöfgum og hægri harðlínu Marine LePen. Hinsvegar er það mikið áhyggjuefni að meira en þriðjungur kjósenda studdi öfgaflokkinn Front National og spurt verður að leikslokum ef Macron lendir í vanda með að uppfylla væntingarnar.

Hinir hefðbundnu flokkar í Frakklandi eru í mikilli tilvistarkreppu. Macron freistar þess nú að skapa nýja miðju um sjónarmið sín og stöðu landsins í Evrópusambandinu. Sambærilegt ástand er uppi í flestum löndum Evrópu. Valdaflokkar síðustu hundrað ára eru margir í miklum vanda í kjölfar fjármálakreppunnar, sem sópaði tiltrú fólks á stjórnmálunum að miklu leyti í burtu.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra og fyrrverandi ráðherra.

Á erfiðum tímum er oft kallað eftir einföldum lausnum. Þær boða popúlistar á borð við Donald Trump, LePen og forystumenn Brexit. Loforðum er ausið á báða bóga og sígild sáttastjórnmál mega sín lítils.

Mið- og vinstri miðflokkar á Íslandi standa frammi fyrir stórum spurningum um framtíð sína. Þeir eru margir, smáir og sundraðir. Á meðan stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn í krafti ríflega fjórðungs fylgis og virðist eini flokkurinn sem getur myndað samsteypustjórnir án mikilla vankvæða.

Núverandi stjórn stendur samt afar tæpt. Eftir yfirlýsingar Framsóknarflokksins um að hann muni ekki undir neinum kringumstæðum ganga til liðs við núverandi stjórnarflokka gæti komið að kosningum fyrr en varir.

Þegar það gerist þurfa stjórnarandstöðuflokkarnir, sem allir kenna sig við umbætur og félagsleg sjónarmið, að hafa stillt saman strengi sína. Hvort sem það verður í formi sameiginlegra framboða eða trúverðugs bandalags um nýja stjórn að loknum kosningum.

Framvinda sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári mun hafa mikil áhrif. Takist núverandi meirihluta í höfuðborginni að mynda nýjan Reykjavíkurlista, sem ynni sannfærandi sigur, gæfi það sannarlega tóninn fyrir samfloti flokkanna á landsvísu. Rétt einsog raunin var árin 1994-1999.

Íslensk stjórnmál þurfa nýja miðju. Kjölfestu sem getur myndað öfluga ríkisstjórn um félagsleg sjónarmið umburðarlyndis og samvinnu. Nú er lag að leggja línurnar og stilla saman menn og málefni.

Greinin birtist fyrst í Suðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga