fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Fá rúmlega 370 milljónir í bónusgreiðslur

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír stjórnarmenn og framkvæmdastjóri LBI, sem heldur utan um eignir gamla Landsbankans, skiptu á milli sín rúmlega 370 milljónum króna í bónus vegna vegna ákvörðunar Landsbankans um að hraða endurgreiðslu á skuld sinni við LBI. Greint er frá þessu í Markaðnum í dag. Landsbankinn tilkynnti í lok júní að hann hefði greitt 16,2 milljarða inn á skuld sína við LBI og þannig að fullu gert upp eftirstöðvar skuldabréfa í erlendri mynt sem voru gefin út til slitabús gamla Landsbankans 2009, níu árum á undan áætlun.

Bónuskerfi LBI virkjaðist í fyrra og samkvæmt því fá stjórnendurnir því rúmlega 90 milljónir á mann. Landsbankinn hafði mikinn hag af því að gera upp skuld sína við LBI til að spara fjármagnskostnað og ákvað hann því að greiða upp skuldina en stjórnendur, Kolbeinn Árnason, Richard Katz og Christian Anders Digemose og framkvæmdastjóri LBI, Ársæll Hafsteinsson, höfðu enga aðkomu að ákvörðun Landsbankans. Stjórnarmenn LBI hafa þó þegar vegleg laun, sem dæmi fær Kolbeinn rúmlega 24 milljónir króna fyrir að starfa 40 daga á ári, alls 320 klukkutíma, fyrir LBI.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður