fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Ragnar Þór: „Ég veit að það verður farið gegn mér“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. september 2017 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Mynd/DV

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann viti að það verði farið gegn sér, það hafi verið farið kerfisbundið gegn formönnunum fyrrverandi Stefáni Einari Stefánssyni og Kristni Erni Jóhannessyni: „Ég væri kjáni ef ég héldi að það sama ætti ekki við um mig. Ég veit að það verður farið gegn mér, en mér er alveg sama,“ segir Ragnar Þór í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í helgarblaði DV. Ragnar Þór segir að hann sé draumastarfinu:

Ég er með tveggja ára ráðningarsamning við félagsmenn mína. Það er draumastarf að fá að vinna við hugsjónir sínar. Ég lifi fyrir þetta. Ef það er eftirspurn eftir mér í þessari stöðu mun ég örugglega halda áfram ef ekki mun ég kveðja sáttur,

segir Ragnar Þór. Hann hefur vakið mikla athylgi frá því hann var kjörinn formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins, í vor. Hefur hann talað hátt fyrir kerfisbreytingum:

Sama hvaða formaður er við völd í VR þá geta félagsmenn andað rólega því starfsmenn félagsins halda daglegum rekstri áfram hvað sem á dynur í verkalýðspólitíkinni og það er mikill sómi að þeim mannauð.

Það er fólksins að ákveða hvaða áherslur það vill. Ef fólk er sátt við kerfið eins og það er og ánægt með verkalýðshreyfinguna og aðgerðaleysi hennar og þá pólitík sem hún stundar þá er það bara þannig. Ég mun taka því eins og maður.

Ég hef mínar skoðanir og mun reyna að hafa áhrif á pólitíkina með skrifum og hugmyndum. Á einhverjum tímapunkti mun eitthvað breytast. Ef ég hefði ekki trú á því þá gæti ég ekki staðið í þessu. Það sem skiptir mig mestu máli er að geta sagt við börnin mín: Ég gerði mitt allra besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“