fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Brynjar svarar Þorgerði Katrínu: Stefna Besta flokksins leiðir til fullkominnar stöðnunar

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 29. september 2017 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að stefna Besta flokksins að láta embættismenn stjórna geti dugað í skamman tíma en leiði til fullkominnar stöðnunar til lengri tíma. Þorgerður Katrín sagði í grein í morgun að Besti flokkurinn sé dæmi um stöðugleika í stjórnmálum, beindi hún sérstaklega orðum sínum að Sjálfstæðisflokknum sem telfli fram orðinu stöðugleiki til að telja fólki trú um að smærri flokkar feli í sér glundroða og upplausn:

„Hann var hvorki stór né gamall flokkurinn sem leiddi borgarstjórn Reykjavíkur frá 2010-14 og þaðan af síður státaði hann af miklum strúktúr. Árin fjögur liðu engu að síður undir styrkri stjórn borgarstjórans, ólíkt kjörtímabilinu á undan þegar „kjölfestuflokkar“ íslenskra stjórnmála héldu um tauminn,“

sagði Þorgerður Katrín. Brynjar svarar henni á Fésbók og segir um Besta flokkinn:

Sá ágæti flokkur hafði enga stefnu og fól embættismönnum að stjórna borginni. Slíkt getur dugað í skamman tíma en leiðir til fullkominnar stöðnunar til lengri tíma. Óþarfi er að rifja upp hvað varð um þann flokk,

segir Brynjar og bætir við:

Að stjórna landinu er ekkert öðruvísi í grunninn og að stjórna lykilstofnunum eða fyrirtækjum. Reynsla og þekking stjórnenda ásamt öflugri liðsheild er lykilatriði til að ná árangri. Ekki eru margir flokkar hér á landi sem státa af slíku liði en ég veit um einn. Sá flokkur hefur lifað nokkuð lengi vegna þess að í baklandi hans er öflugt fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum. Flokkurinn er stundum kenndur við íhaldsemi en hefur þó verið í farabroddi í öllum framfaramálum þjóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar