fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Elsa Lára hættir

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 30. september 2017 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hyggst ekki gefa kost á sér í komandi Alþingiskosningum 28. október næstkomandi. Hún tilkynnti þetta á auka kjördæmisþingi flokks síns sem haldið var í Reykjaskóla í Hrútafirði 23. september. Þar flutti Elsa Lára ræðu sem hún birti svo á Facebook-síðu sinni. Ræðan fer hér á eftir:

„Kæru félagar og vinir.

Það er ljúft að sjá ykkur öll saman hér og ég vil þakka ykkur fyrir að gefa ykkur tíma til að koma hér og ræða málin. Það er mjög mikilvægt í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er. Þið sem eruð grasrót flokksins eruð okkur, kjörnum fulltrúum afar mikilvæg, því án ykkar þá hefðum við ekki þá gleði og þann kraft sem þarf til að sinna þeim störfum, sem starf alþingismanns felur í sér.

Ég er ykkur afar þakklát fyrir það mikla traust sem þið hafið sýnt mér með því að treysta mér fyrir mikilvægum verkefnum innan þingsins og utan. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími og ég er ekki sammála þeim sem segja að þingmenn séu eingöngu stimpilpúði fyrir ráðuneytin. Þingmenn geta auðveldlega haft áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku um strauma og stefnur ríkisstjórna. Þetta snýst um að undirbúa sig vel, mæta vel og hafa þannig áhrif.

Í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokksins fékk ég sæti í Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála þar sem grunnur var lagður að nýju húsnæðiskerfi. Ég náði í gegn mikilvægum breytingartillögum í almannatryggingakerfinu, í barnaverndarmálum, húsnæðismálunum og barðist gegn matarskatti Sjálfstæðismanna, svo að eitthvað sé nefnt. Á síðasta ári samþykktu allir þingmenn tillögu mína um stefnumótun í heilbrigðiskerfinu og sú vinna var komin á fullt innan heilbrigðisráðuneytisins.

Á þessu þingi voru forgangsmálin mín, húsnæðismál og afnám verðtryggingar. Þau mál voru bæði tilbúin þegar það slitnaði upp úr þinginu. Auk þessa vann stór hluti þingmannahóps Norðvesturkjördæmis að lagasetningu um Teigsskóg.

Ég hef fundið mikinn stuðning um að ég stígi ofar og gefi kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir þennan hlýhug og traust. Þetta er ómetanlegt. Ég hef þó ákveðið að gefa ekki kost á mér að þessu sinni, til starfa á þingi. Þetta er erfið ákvörðun en ég finn að hún er rétt við þessar aðstæður.

Ég ætla að nýta næstu vikur til að sinna fjölskyldu minni sem hefur verið á hliðarlínunni undanfarin ár og stutt mig til allra verka.

Ég er sannur Framsóknarmaður og trúi á gildi Framsóknarflokksins. Þess vegna ætla ég að halda áfram að vinna vel fyrir flokkinn, þó á öðrum vettvangi, að minnsta kosti um sinn.

Ég þakka ykkur enn og aftur það mikla traust sem þið hafið sýnt mér. Það er ómetanlegt.“

Birtist fyrst í Vesturland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“