fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Könnun MMR: Meirihluti landsmanna vill nýja stjórnarskrá

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluta Íslendinga, eða 56%, þykir mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Þetta eru ríflega tvöfalt fleiri en þeir sem þykir málið lítilvægt, 23,5%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Um fimmtungur svarenda sagðist vera á báðum áttum í afstöðu sinni til mikilvægis þess að að Ísland fengi nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

Höfuðborgarbúar finnst stjórnarskráin mikilvægara

Töluverðan mun mátti sjá þegar afstaða til nýrrar stjórnarskráar á næsta kjörtímabili var skoðuð eftir lýðfræðihópum og stjórnmálaskoðun. Þegar horft var til búsetu mátti sjá að Íslendingar sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til að þykja það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá, 61% en þeim sem búsettir voru á landsbyggðinni, 47%.

Eins kom í ljós að því lægri heimilistekjur sem svarendur höfðu því mikilvægara þótti þeim að fá nýja stjórnarskrá. Þannig fannst 64% svarenda með heimilistekjur undir 400 þúsund það vera mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili, samanborið við 51% þeirra sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur.

Ef munur var skoðaður eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, kom í ljós að 91% af stuðningsfólki Samfylkingarinnar, 92% af stuðningsfólki Pírata en einungis 15% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá. Af stuðningsfólki annarra flokka voru 76% Vinstri grænna, 40% Framsóknar og 39% Viðreisnar sem þótti það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá fyrir næsta kjörtímabil.

Könnunin var gerð dagana 26.- 28. september 2017, 1012 einstaklingar 18 ára og eldri valdir af handahófi úr þjóðskrá svöruðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík