fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Vill leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi: Missir að Sigmundi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 28. september 2017 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mun gefa kost á mér í fyrsta eða annað sætið,“ segir Sigfús Karlsson sem vill leiða lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Nú þegar hefur Þórunn Egilsdóttir sagst vilja efsta sætið. Sigfús segir mikinn missi að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem hefur yfirgefið Framsóknarflokkinn.

Mér finnst þetta mjög sorglegt. Sigmundur hefur gert margt gott fyrir flokkinn og ég sé eftir honum og því fólki sem er að fara í þetta nýja fram boð.

Skilur Sigmund

Hann segir ekki hafa komið til greina að yfirgefa Framsókn með Sigmundi Davíð.

Þetta kom flatt upp á mig á þessum tímapunkti. Ég er þó ekki reiður en dapur. Þetta fólk hefur verið samstarfsfólk mitt í nokkuð mörg ár og við Sigmundur höfum unnið vel saman og munum eflaust gera áfram. Ég skil hann alveg. Það hefur ekki verið einleikið ástandið í flokknum undanfarið eitt og hálft ár. Mér finnst eins og það hafi ekkert verið hlustað á hans útskýringar. Hins vegar er ég Framsóknarmaður í hjarta mínu og hef verið það síðan ég var 14 ára og vil gera mitt til að gera flokkinn betri.

Hollt að hafa val

Þórunn Egilsdóttir hefur þegar sagst vilja leiða flokkinn í kjördæminu. Er Sigfús að fara gegn Þórunni?

Ég er að gefa flokksmönnum val. Það er hollt að gefa val og ég held að það sé kominn tími á að Akureyringur leiði listann í þessu kjördæmi. Listinn verður borinn upp 7. október og vonandi verð ég þar í framvarðarsveit líkt og ég sækist eftir.

Birtist fyrst í Akureyri Vikublaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“