fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Svandís hjólar í Brynjar: Alvöruleysi og yfirlæti

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir og Brynjar Níelsson. Samsett mynd/DV

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna vandaði Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins ekki kveðjurnar í ræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi og sagði hún djúpstæða leyndarhyggju hans verða að heyra sögunni til. Sagði Svandís að fall ríkisstjórnarinnar sé hluti af femínískri baráttusögu þar sem kröfur þeirra sem höfðu hátt náðu yfirhöndinni yfir hefðbundna mælikvarða á borð við hagvöxt:

Fjölskyldur og fulltrúar brotaþola Róberts Downeys vöktu máls á þessum úrelta lagabókstaf og þessari fráleitu framkvæmd, settu málið á dagskrá, ræddu uppreist æru og líka endurheimt lögmannsréttinda með dómi,

sagði Svandís. Það hafi svo komið í ljós þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tók málið fyrst til skoðunar í júlí að stjórnsýslan að því er varðar uppreist æru sé til skammar og hafi verið til skammar um mjög langt árabil. Sagði Svandís að dómsmálaráðuneytið hafi skapað tortryggni með óþarfa leyndarhyggju:

Því miður er það svo að þessi leyndarhyggja og þessi nálgun á þessi mál er líka mjög djúpstæð meðal ýmissa stjórnmálamanna. Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði formaður nefndarinnar um málið ítrekað af ákveðnu alvöruleysi og yfirlæti sem að mínu mati sæmir ekki formanni eftirlitsnefndar þingsins, gerði því skóna að þessi gögn skiptu engu máli, að enginn hefði neitt með það að biðja um þau eða skoða þau o.s.frv. En annað hefur komið á daginn.

Vísar Svandís til Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins:

Þessi sjónarmið sem fyrrverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar stóð fyrir í umræðunni eru sjónarmið sem verða að heyra sögunni til.

Sömu sjónarmið hafi heyrst í málflutningi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra:

Lítið gert úr málunum, ákveðið yfirlæti, talað niður til þeirra sem vilja halda umræðunni opinni og á lofti. Þessi tími verður að vera liðinn. Við verðum að sýna brotaþolum þá virðingu og sýna þessari femínísku bylgju þann skilning að takast á við áhrif hennar með opnum huga, hlusta og bregðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík